Ég man ekki til að karfi hafi verið á boðstólum heima hjá mér fremur en öðrum heimilum. Hann þótti bara ágætur til útflutnings. Ég hef nokkrum sinnum eldað karfa og í gær ákvað ég að prófa einu sinni enn og fékk þessi fínu flök í Hafrúnu, marineruð í olíu, hvítlauk, blaðlauk og púrrulauk ásamt surrimi strimlum. Þetta reyndst hinn besti matur og rann ljúflega niður með soðnum nýjum kartöflum og salati. Ég mæli eindregið með þessum furðufiski á matarborðið
22. október 2008
Karfi
Ég man ekki til að karfi hafi verið á boðstólum heima hjá mér fremur en öðrum heimilum. Hann þótti bara ágætur til útflutnings. Ég hef nokkrum sinnum eldað karfa og í gær ákvað ég að prófa einu sinni enn og fékk þessi fínu flök í Hafrúnu, marineruð í olíu, hvítlauk, blaðlauk og púrrulauk ásamt surrimi strimlum. Þetta reyndst hinn besti matur og rann ljúflega niður með soðnum nýjum kartöflum og salati. Ég mæli eindregið með þessum furðufiski á matarborðið
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Afsakið þetta á náttúrulega vera fiskbúðin Hafberg í Gnoðavogi sem ég er að vísa til.
Ja, ekki er ofsögum sagt hjá þér bróðir um matvendnina í þér í denn.
En þetta með karfann, mamma eldaði karfa þegar hann fékkst sem kannski var ekki oft en hún steikti hann á pönnunni góðu og var með sósu með og líka var hún með hann nætursaltaðann og þannig er hann sælgæti, þú ættir að prufa það.
kv.
Bróðir
Skrifa ummæli