
Þar í fararbroddi, Þorbjörg á Hófi og Ingólfur á Lenín.

Myndirnar teknar í Öxarfirði. Daginn áður var riðið einhesta upp með Jökulsá á Fjöllum austanmegin. Nú var leiðinni hinsvegar heitið vestur yfir Jöklu og upp í Þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum. Framhjá Ásbyrgi, upp að Hljóðaklettum og Vesturdal og að Svínhaga þar sem við fengum næturhólf fyrir hestana.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli