
Fór um verslunarmannahelgina með skömmum fyrirvara upp að Langasjó og hugðist ganga á Sveinstind (kenndan við Svein Pálsson lækni). Dumbungsveður var.

Tók svítuna með og tjaldaði í Hóla- skjóli. Las "Við enda hringsins". Grillaði hreindýr.

Fór í styttri göngutúra og naut undarlegs samspils lita náttúrunnar.

Fjallabaksvegir upp úr Skaftártungum.

Dáðist að Mýrdalsjökli þegar létti til

...og Vatnajökli í fjarska
Engin ummæli:
Skrifa ummæli