
Kviknar gleði, kætist sinn
kominn enn einn drengurinn,
einmitt fyrir afa sinn
og alla hina líka.
Birtu ég í brjósti finn
er blítt ég strýk um vanga þinn
að leggja kinn við þína kinn,
er kærleiksverkið ríka.
Þegar árum fjölga fer
finna vil ég stund með þér,
eiga saman eitthvað sér
og með öðrum líka.
Lesa saman lítið kver
lífið kanna þar og hér
eitthvað sem að aldrei þverr,
óskastundin ríka.
Um það eitt ég aðeins bið
að þig lífið leiki við,
leggja mun ég glaður lið
svo lánist gjörðin slíka.
Opnast megi öll þau hlið
sem efla gleði og gefa frið,
með Guði róa á gæfumið
gleðin stóra, ríka.
17. ágúst 2005. Afi Guðbjörn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli